Rekið af

Fullbúið verkstæði til frumgerðarsmíðar fyrir skapandi frumkvöðla

Frumgerðin

Frumgerðin býður við upp á fyrsta flokks véla- og rafmagnsverkstæði sem hentar fullkomlega til frumgerðasmíða.

Frumgerðin er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Reon ehf. og er rekið með það að markmiði að auka nýsköpun í verkfræðitengdum iðnaði á Íslandi.

Með Frumgerðinni leitumst við eftir að lágmarka upphafskostnað verkfræðiverkefna og gefa frumkvöðlum á þessu sviði tækifæri til að færa sönnur á hugmyndum sínum og auka þannig líkur á velgengni í fjármögnun.

Fínsmíðaverkstæði

e. precision engineering workshop

Í fínsmíðaverkstæði Frumgerðarinnar eru tæki og tól ætluð til að smíða hluti sem þarfnast mikillar nákvæmni. Hér er hægt að komast í sérhæfða rennibekki og fræsivélar til smíði á nákvæmum íhlutum. Einnig er á svæðinu PBC linear stage, Thorlabs Opto-Mechanic setup og ýmis önnur handverkfæri og aukahlutir. Aðstaða verður til að gera mælingar og prófanir á frumgerðunum þínum þegar þær eru tilbúnar

Vélaverkstæði

e. machine workshop

Í vélaverkstæði Frumgerðarinnar er hægt að komast í ýmsar grófvinnsluvélar, rennibekki og fræsivélar ætlaðar til að grófmóta hluti. Nákvæmni þessara tækja er ekki jafn mikil og í fínsmíðaverkstæðinu en gagnast þessi tæki vel til að vinna fyrstu ýtrun á frumgerðum.

Rafmagnsverkstæði

e. electrical engineering

Í rafmagnsverkstæði Frumgerðarinnar er grunnaðstaða til að framkvæma almenna rafmagnsvinnslu. Til að mynda er Rigol aflgjafi, Kraftnemar KD40s (Me-Systeme) og lóðaðstaða

Fyrir hverja er Frumgerðin?

Frumgerðin eru hugsuð fyrir alla þá sem hafa hugmynd að nýrri vélbúnaðarlausn og vilja láta þá hugmynd verða að veruleika.

Skapandi
einstaklinga

Ertu listamaður, handverksmaður, hönnuður, uppfinningarmaður, smiður, verkfræðingur eða eitthvað allt annað? Titillinn skiptir okkur engu máli. Frumgerðin er hönnuð með það í huga að bjóða upp á auðvelt og hagkvæmt aðgengi fyrir einstaklinga með mismunandi bakgrunn.

Frumkvöðla
fyrirtæki

Upphafskostnaður frumkvöðlafyrirtækja sem hyggjast vinna að vélbúnaðarlausn er oft hár. Við leitumst eftir að lágmarka þennan kostnað fyrir frumkvöðla og gera þeim kleift að búa til frumgerðir af hugmyndinni sinni án mikils tilkostnaðar og auka þannig líkur á fjármögnun til frekari þróunar.

Iðnaðar
hönnuði

Inniheldur næsta verkefnið þitt framleiðsluferli sem þig langar að prufa áður en þú ferð í framleiðslu á vörunni þinni? Ef svo er, er Frumgerðin staðurinn fyrir þig. Þú getur komið og prufað þig áfram með ný efni eða framleiðsluaðferðir á hagkvæman hátt svo þú getir sett rétt framleiðsluferli í gang fyrir vöruna þína í fyrstu tilraun.

Aðstoð, þjónusta & ráðgjöf

Ef þig vantar aðstoð við að komast af stað veitum við ýmis konar ráðgjöf og aðstoð. Allt frá tæknilegri ráðgjöf til þróunar og smíði á frumgerðum.

Hönnunar- & teikniþjónusta

Frumgerðin býður uppá þjónustu við að útfæra hönnun og/eða teikningar á hugmyndum frumkvöðla. Við erum með sérfræðinga á okkar snærum á ýmsum sviðum verkfræðinnar. Einnig erum við þaulreynd í notkun vélanna sem Frumgerðin býður uppá.

Aðstoð á vélar & tæki

Við notkun vélanna þarf að hafa margt í huga og er því reynsla af notkun slíkra véla alltaf kostur. Öryggi frumkvöðla er í fyrirrúmi og því ber notendum að kynna sér reglur Frumgerðarinnar vel áður en vinna hefst. Frumgerðin býður upp á aðstoð og kennslu á viðeigandi tæki ef við á.

Smíði á frumgerðum

Frumgerðir af vörum eða tækni geta oft verið flóknar í smíðum en á sama tíma auka gildi hugmyndarinnar fyrir framtíðina. Við hjá Frumgerðinni bjóðum upp á að taka að okkur smíði á frumgerðum fyrir frumkvöðla sé tæknileg þekking ekki til staðar eða kjósi þeir að vinna þær ekki sjálfir.

Almenn tækniráðgjöf

Almenn tækniráðgjöf er einnig í boði. Ef þú ert í vafa um hvernig best er að framkvæma hugmyndina þína eða hvaða tækni/tæki er best að nota endilega pantaðu tíma hjá Frumgerðinni og fáðu aðstoð við tæknilega útfærslu.

Frumgerðin

Frumgerðin er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Reon ehf. og er rekið með það að markmiði að auka nýsköpun í verkfræðitengdum iðnaði á Íslandi.

Með Frumgerðinni leitumst við eftir að lágmarka upphafskostnað verkfræðiverkefna og gefa frumkvöðlum á þessu sviði tækifæri til að færa sönnur á hugmyndum sínum og auka þannig líkur á velgengni í fjármögnun.

Sjá á korti Senda póst Hringja

Óska eftir tíma

Hjá frumgerðinni er hægt að óska eftir tíma til að nota aðstöðuna eftir þörfum. Greitt fyrir þann tíma sem notaður er og þá miðast við lægst hálfan dag (4 tímar).

Greitt fyrir not á vélakosti og verkfærum en efni og annað sem þörft gæti verið á í frumgerðarsmíðina er ætlast til að notandi komi sjálfur með. Við getum bent á efnisala hérlendis sem selja efni í litlum einingum eins og Málmtækni.

Á meðan tímanum stendur er starfsmaður á svæðinu innan handar sem hefur umsjón með öryggi og að vélarkostir virki sem standi eða ef einhverjar spurningar vakna upp.

Frumkvöðlar Akademía Fyrirtæki
Undirbúningstími
(Heildagur)
17.000 kr 20.400 kr 27.200 kr
Hálfur dagur
(4 klst. Fyrir eða eftir hádegi)
12.600 kr 15.120 kr 20.160 kr
Heildagur
(8 klst. Fyrir og eftir hádegi)
24.000 kr 28.800 kr 38.400 kr
Klippikort
4 heilir dagar (-10%)
86.400 kr 103.680 kr 138.240 kr
Klippikort
8 heilir dagar (-10%)
153.600 kr 184.320 kr 245.760 kr